Sást til Meghan Markle í brúðarkjól

Það virðist allt benda til þess að Harry Bretaprins og ...
Það virðist allt benda til þess að Harry Bretaprins og Meghan Markle trúlofi sig á næstunni. mbl.is/AFP

Leikkonan Meghan Markle sást í brúðarkjól í Kanada fyrir stuttu. Leikkonan mun þó ekki giftast Harry Bretaprins í kjólnum heldur var verið að taka upp brúðkaup Rachel Zane, persónunnar sem hún leikur í lögfræðidramanu Suits. 

Þó svo að leikkonan sé enn ekki trúlofuð Harry virðist allt stefna í það. Markle þarf hins vegar að leggja leiklistina á hilluna ef hún ætlar að giftast prinsinum. Þó svo að það hafi ekki verið tilkynnt að sjöunda þáttaröðin af Suits verði sú síðasta sem Markle tekur þátt í benda meðal annars heimildir Hello til þess að svo sé. 

Eins og stendur eru skötuhjúin í fjarsambandi en Harry býr í Lundúnum á meðan Markle dvelur langtímum saman í Toronto í Kanada þar sem tökur á Suits fara fram. 

mbl.is