Skildi brjóstahaldarann eftir heima

Demi Lovato virtist hafa ekki hafa áhyggjur af því hvernig ...
Demi Lovato virtist hafa ekki hafa áhyggjur af því hvernig jakkinn héldist á sínum stað. mbl.is/AFP

Söngkonan Demi Lovato ákvað að klæða sig lítið undir fallega buxnadragt þegar hún mætti á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðina á sunnudaginn. Hún skildi brjóstahaldarann eftir heima og hafði jakkann opinn. 

Þrátt fyrir að hafa sleppt brjóstahaldaranum var söngkonan ekki á þeim buxunum að fara að frelsa geirvörtuna og hefur jakkinn líklega verið límdur við brjóst hennar enda sat hann fullkomlega fyrir geirvörtunum. 

Demi Lovato.
Demi Lovato. mbl.is/AFP

Söngkonan var tilnefnd fyrir besta poppið en það var Camila Cabello sem hafði betur en Levato, Miley Cyrus, Shawn Mendes og Taylor Swift. 

Í byrjun nóvember skildi raunveruleikastjarnan Kim Kardashian líka brjóstahaldarann eftir heima þegar hún klæddist svartri buxnadragt. 

Kim Kardashian með allt opið.
Kim Kardashian með allt opið. mbl.is/AFP
mbl.is