Pink ögraði þyngdaraflinu með Íslandsvinum

Pink sló heldur betur í gegn í háloftaatriði sínu.
Pink sló heldur betur í gegn í háloftaatriði sínu. mbl.is/AFP

Söngkonan Pink valdi sér óvenjulegan stað til þess að koma fram á Bandarísku tónlistarverðlaununum í gær. Í stað þess að syngja á sviðinu kom hún fram á vegg háhýsis. 

Pink er þekkt fyrir töffaraskap og kemur því ekki á óvart að hún hafi ákveðið að koma fram í háloftunum. Söngkonunni gekk vel að syngja á hliðarvegg JW Mariott-hótelsins sem eu 34 hæðir. 

Pink kom fram ásamt dönsurum en þau voru að sjálfsögðu föst í línu sem gerði þeim kleift að sveifla sér og fara í hálfgerð heljarstökk. Fimm dagar fóru í það að æfa atriðið. 

Bandaloop á Íslandi.
Bandaloop á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pink vann atriðið í samstarfi við Bandaloop sem er hópur sem sérhæfir sig í því að dansa á byggingum. Hópurinn kom fram á Listahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum en þá dansaði hópurinn á gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson