„Þetta verður klikkað“

Kanadíska tónlistar- og gjörningalistakonan Peaches.
Kanadíska tónlistar- og gjörningalistakonan Peaches. Ljósmynd/Daria Marchik

„Þetta verður klikkað, þannig er það alltaf hjá mér. Mikil orka, margir búningar og mikil samskipti við gesti,“ segir kanadíska tónlistarkonan Peaches, réttu nafni Merrill Beth Nisker, um tónleika sem hún mun halda í hátíð Sigur Rósar, Norður og niður, í Hörpu milli jóla og nýárs. „Ég mun líklega að mestu flytja lög af síðustu plötunni minni [Rub] en það er enn langt í tónleika og því er margt óákveðið,“ bætir hún við. 

Peaches flutti söngleikinn Peaches Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í fyrra …
Peaches flutti söngleikinn Peaches Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í fyrra og var myndin tekin fyrir viðtal degi fyrr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ruglaði fólk í ríminu

Peaches ætlaði upphaflega að verða leikhússleikstjóri en áttaði sig svo á því að hana langaði ekki að vinna með stórum hópum og stofnunum, að þurfa að miðla málum. „Þannig datt ég inni í tónlistina. Ég vildi ráða ferðinni, gera það sem mig langaði til,“ segir hún. En lítur hún þá á listsköpun sína sem leikhús eða gjörningalist?

„Tvímælalaust. Gjörningalist sem er afar tengd tónlist og undir margvíslegum áhrifum. Þegar ég var að hefja sólóferilinn ruglaði ég fólk í ríminu, það vissi ekki hvort þetta væri tónlist eða gjörningalist og mér fannst það spennandi því þetta voru tímar hreintrúarstefnu. Þeir sem gerðu raftónlist áttu að gera hana á ákveðinn hátt og horfa niður fyrir sig og ýta á takka, rokkarar áttu að hneppa frá skyrtunni, setja sig í stellingar og þar fram eftir götunum. En þetta hefur smám saman tekið breytingum.“

Jafnrétti og mannúð

– Þú hefur alltaf verið mjög opinská þegar kemur að kynlífi og það er væntanlega ákveðin leið til að vekja athygli á hlutverkum kynjanna og þeim kröfum sem samfélagið gerir um hegðun okkar?

„Já, og ég hef ekkert á móti karlmönnum heldur vil ég jafnrétti og mannúðlegan heim, ég vil að við séum öll jöfn og þar er ennþá mikið verk eftir óunnið,“ svarar Peaches.

Hún segir okkur lifa á flóknum tímum, tímum vaxandi frjálslyndis annars vegar, t.d. þegar litið er til réttinda transfólks, og mikillar íhaldssemi hins vegar og nefnir hún þar sem dæmi trúarofstæki. „Það er líka fleira fólk,“ bætir hún við kímin.

Listakonan er beðin um að hita gesti upp fyrir tónleikana á Íslandi með nokkrum orðum. „Ég ætla ekki að hita þá upp, ég ætla að kveikja í þeim. Þetta verður gaman, ég er spennt,“ segir hún ísköldum og hægum rómi.

Viðtalið má finna finna í lengri útgáfu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 19. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson