Cohen vill borga sekt fyrir Borat-skýlu

Sacha Baron Cohen í hlutverki Borats, fréttamannsins frá Kasakstan, í …
Sacha Baron Cohen í hlutverki Borats, fréttamannsins frá Kasakstan, í samnefndri kvikmynd. AFP

Breski leikarinn Sacha Baron Cohen hefur boðist til að greiða sekt sem lögreglan í Kasakstan gerði sex tékkneskum ferðamönnum að greiða fyrir að klæðast svonefndu „mankiníi“ eða Borat-skýlu.

Greint var frá því í síðustu viku að lögreglan hefði sektað tékknesku ferðamennina um 68 dollara hvern fyrir að klæðast mankiníi í Astana, höfuðborg Kasakstans. Mennirnir voru með svartar hárkollur og íklæddir skærgrænu mankiníi einu fata og ætluðu að taka mynd af sér við skilti sem á stendur „Ég elska Astana“.

Sagði lögregla mennina hafa gerst seka um skrílslæti.

Cohen, sem lék Borat í samnefndri kvikmynd þar sem hann klæddist hinu umdeilda mankiníi, birti færslu á facebooksíðu sinni í gær. „Til hinna tékknesku félaga minna sem voru handteknir. Sendið mér reikningsupplýsingar ykkar og sönnun þess að það voruð þið og ég borga sektina,“ sagði í færslu Cohens.

Kvikmyndin um Borat vakti reiði margra íbúa Kasakstans, sem voru ósáttir við þá mynd sem þeim fannst dregin upp af landi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson