Homme biðst afsökunar

Josh Homme.
Josh Homme. AFP

Söngvari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, Josh Homme, hefur beðist afsökunar eftir að hafa sparkað í höfuð ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles um helgina. 

Chelsea Lauren birti myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem Homme sést sparka í hana þegar hún tók mynd af hljómsveitinni við sviðið á laugardagskvöldið.

„Nú þarf ég að eyða nóttinni á bráðamóttökunni. Í alvöru hver gerir svona lagað,“ skrifar hún. 

Í yfirlýsingu biðst Homme afsökunar og segir að hann myndi aldrei viljandi meiða einhvern.

Lauren segir aftur á móti í viðtali við Variety-tímaritið að hann hafi greinilega sparkað viljandi í hana. Hún ætlar að leggja fram kæru, segir í frétt BBC.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson