Ósómaljóð Þorvaldar gefin út

Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar í Gamla bíói á mánudag.
Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar í Gamla bíói á mánudag. Ómar Óskarsson

„Það vissu allir að hann væri frábær textasmiður og textarnir á þessari plötu eru ákaflega skemmtilegir og fallegir en svo var hann góður lagahöfundur líka,“ segir Skúli Sverrisson um Þorvald Þorsteinsson heitinn og Ósómaljóð hans sem út koma á plötu í dag og fagnað verður á útgáfutónleikum í Gamla bíói mánudaginn 18. desember kl. 20. 

Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit en ósómaljóðin voru frumflutt í heild á tónleikum í tilefni af Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Þá voru tvö ár liðin frá andláti Þorvaldar sem lést um aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri.

„Í millitíðinni kláruðum við plötu sem kemur út í vikunni. Þetta eru svona útgáfutónleikar þeirrar plötu. Að öðru leyti er þetta sama efni eftir Þorvald. Hans fyrsta og eina plata,“ segir Skúli Sverrisson. Ósómaljóð Þorvaldar uppgötvuðust ekki fyrr en eftir andlát hans en um er að ræða lög sem Þorvaldur samdi meðan hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi á árunum 1987 til 1989. Upprunalegu upptökurnar eru hljóðritaðar í Hollandi með ónafngreindri hljómsveit.

Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og skáld lést um aldur fram árið …
Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og skáld lést um aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. Í dag koma Ósómaljóð hans út á plötu og verður útgáfunni fagnað í Gamla bíói á mánudag. mbl.is/Kristinn

Lögin í varðveislu Megasar

„Í raun og veru hafði Megas átt þessar upptökur til. Þorvaldur var mjög áberandi sem myndlistarmaður og skáld og var mjög afkastamikill en þegar hann var að semja tónlist fékk hann kannski ekki jafnmikla hvatningu. Margir gáfu í skyn að hann ætti kannski bara að halda sig við myndlistina eða eitthvað slíkt,“ segir Skúli en tónlistin komst í hans hendur við skipulagningu á jarðarför Þorvaldar. „Þegar Þorvaldur dó, 2013, sá ég um tónlistina í jarðarförinni og hafði samband við Megas því þeir voru náttúrlega góðir kunningjar. Hann hafði mikið dálæti á Megasi sem skáldi.“ Skúli segist hafa ætlað að biðja Megas að flytja eitthvað af lögunum sínum sem Þorvaldur hafði dálæti á. „Ég átti von á að Megas myndi taka eitthvað af þessum lögum sem Þorvaldur hélt svo upp á eftir hann en Megas rétti mér þá disk með átta lögum sem Þorvaldur hafði tekið upp á sínum námsárum. Það var í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt þessi lög hans Þorvaldar og í kjölfarið á því fæddist þessi hugmynd.“

Góður lagahöfundur líka

Skúli minnist þess jafnframt hve duglegur Þorvaldur var að hvetja aðra í kringum sig til listsköpunar og segir hann hafa verið mjög áhrifamikinn en tónlist hans ekki fengið að njóta sín til jafns við aðra sköpun. Skúli segir að þeir Megas hafi sammælst um að tónlist Þorvaldar ætti skilið að vera gefin út.

„Við lögðum okkur fram við að þessi plata væri hans, ekki okkar, og fórum eftir þessum upptökum sem hann hafði gert. Það vissu allir að hann væri frábær textasmiður og textarnir á þessari plötu eru ákaflega skemmtilegir og fallegir en svo var hann góður lagahöfundur líka.“

Skúli Sverrisson bassaleikari leikur á plötunni sem út kemur í …
Skúli Sverrisson bassaleikari leikur á plötunni sem út kemur í dag. Segir hann Ósómaljóðin ekki hafa uppgötvast fyrr en við andlát Þorvaldar Þorsteinssonar, en Megas hafði geymt gamlar upptökur frá námsárum Þorvaldar í Hollandi. mbl.is/Golli

Fullkomlega lausir við væmni

Skúli segir að upptökurnar upphaflegu hafi verið mjög hráar og hafi þeir reynt að viðhalda þeirri stefnu þegar platan var tekin upp að nýju. „Eitt af því sem Þorvaldur gerði oft, því hann hafði svo mikið dálæti á Megasi og þeir voru svo góðir vinir, var að reyna að stæla Megas sem söngvara, en það sem Megas er að gera á þessari plötu er að reyna að stæla Þorvald!“

Textarnir hans Þorvaldar eru kaldhæðnir og kjarnyrtir og fullkomlega lausir við væmni. Lögin eru sjálfstæð en mynda eina heild. Hópurinn sem kemur fram á tónleikunum er sá sami og kom að upptökum á plötunni. Megas syngur, Skúli Sverrisson spilar á bassa og gítar, Guðmundur Pétursson spilar á gítar, Davíð Þór Jónsson á píanó, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Ólöf Arnalds spilar á gítar og syngur og Gyða Valtýsdóttir spilar á selló og syngur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson