Afmælistertan skreytt teiknimynd af páfa

Páfi blæs hér á afmæliskertið með hópi barna sem njóta …
Páfi blæs hér á afmæliskertið með hópi barna sem njóta stuðnings góðgerðasamtaka Vatíkansins. AFP

Frans páfi fagnaði í dag 81 árs afmæli sínu með köku skreyttri mynd af honum sjálfum. Hvatti páfi íbúa jarðar og ekki síst börnin til að finna fyrir jólaandanum og gleðjast.

Páfi þakkaði þeim sem komið höfðu saman á Sankti Péturstorginu í Róm eftir að mannfjöldinn hafði sungið afmælissönginn fyrir hann að loknu bænahaldi. Því næst skar páfi afmælistertu sína sem skreytt er mynd af honum sjálfum með heiminn á herðum sér.

Það er ítalski graffitílistamaðurinn MauPal sem á heiðurinn af kökuskreytingunni, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem MauPal velur sér páfa sem myndefni. Árið 2014 gerði hann mynd af Frans páfa í gervi Súpermanns og prýðir sú mynd í dag stuttermaboli sem seldir eru til styrkar ýmsum góðgerðarfélögum Vatíkansins.

„Verið alltaf glöð, líka þegar hlutirnir fara ekki eins og maður vildi að þeir gerðu,“ sagði páfi. Áður hafði hann ítrekað mikilvægi þess að skýla börnum fyrir hremmingum hinna fullorðnu.

„Þegar börn sjá vandamál heima, foreldra sem rífast, þá líða þau fyrir það. Ekki gera þau sorgmædd, þau eiga alltaf að vaxa úr grasi við gleði,“ sagði páfi sem skar afmælistertuna með hópi barna sem njóta stuðnings stofnana Vatíkansins.

Afmælistertan sýndi mynd af páfa með heiminn á herðum sér.
Afmælistertan sýndi mynd af páfa með heiminn á herðum sér. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson