Auglýsingarnar þóttu of hræðilegar

Greta Salóme er hryllileg í sýningunni.
Greta Salóme er hryllileg í sýningunni.

Tónleikasýningin Halloween Horror Show fékk afbragðsviðtökur í fyrra og þess vegna snýr hún aftur í ár. Sýningin er haldin í Háskólabíói 26. og 27. október og í Hofi 3. nóvember. Svo mikill er hryllingurinn að Facebook lokaði á auglýsingar sýningarinnar því þær þóttu of hræðilegar. 

„Það varð strax ljóst í fyrra að áhugi Íslendinga á sýningunni og öllu tengdu „Halloween“ var gríðarlegur og sannaðist það þegar seldist þrisvar sinnum upp. Það er viðburðafyrirtækið Forte ehf. sem stendur að sýningunni og má svo sannarlega segja að þetta sé ein sturlaðasta tónleikasýning sem fólk getur farið á. Búningar og leikmynd skipa stóran sess í sýningunni og er hálftíma fordrykkur í anddyri Háskólabíós á undan með alls kyns uppákomum og fígúrum sem sjá til þess að enginn fari kaldur inn á sýninguna,“ segir Greta Salóme en hún kemur fram á sýningunni ásamt Magna, Birgittu Haukdal, Stefáni Jak, Degi Sigurðssyni og Ólafi Agli. Hljómsveitin Todmobile er einnig hluti af sýningunni, Karlakórinn Fóstbræður ásamt bakraddasöngvurum og leikurum. 

Á tónleikunum má heyra lög eins og Zombie, Highway to Hell og fleira í mögnuðum útsetningum.

Sérstök fjölskyldusýning verður svo haldin 28. október þar sem börn geta komið með foreldrum sínum í „grikk eða gott“-stemningu og tónleika í Háskólabíó.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson