„Mér var aðeins brugðið“

Felix Bergsson á leið á hótelið eftir keppnina í gær.
Felix Bergsson á leið á hótelið eftir keppnina í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér brá. Ég snöggreiddist  en svo róaðist ég nú,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Tel Aviv, í samtali við mbl.is, um atvikið þegar liðsmenn Hatara veifuðu palestínska fánanum í stigagjöfinni í gærkvöldi.

 „Þetta var svolítill tilfinningarússíbani. Ég viðurkenni það að mér var aðeins brugðið,“ segir Felix sem kveðst ekki hafa búist við þessu útspili Hatara.

Eins og fram kom í gær ræddi Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, við Felix eftir atvikið og ljóst er að þetta mun hafa einhverjar afleiðingar. Hverjar þær verða er enn óljóst.

„Það verða einhverjar afleiðingar en ég veit ekki hverjar þær verða,“ segir Felix sem hefur ekki heyrt meira í forsvarsmönnum keppninnar síðan í gær.

Hann býst við því að afleiðingarnar komi í ljós á næstunni og að rykinu verði leyft að setjast fyrst. Ekki hefur verið rætt um að Ísland verði útilokað frá Eurovision í Hollandi á næsta ári.

Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, eftir keppnina í gær.
Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, eftir keppnina í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðbrögðin frekar jákvæð

Spurður hvort hann óttist um öryggi íslenska hópsins, en áætlað er að fljúga heim til Íslands á morgun, segist Felix ekki hafa áhyggjur

„Það er búið að vera mikið öryggi hér. Hatari hefur verið mjög umdeildur þannig að það hefur ekkert breyst. Það hefur ekkert verið nema kurteisi og við höfum alveg fengið að vera með eins og allir aðrir og ekkert sérstakt gerst sem hefur verið tilefni til að hafa nokkrar áhyggjur af.”

Fararstjórinn hefur fengið nokkurn fjölda fyrirspurna um viðtal frá ísraelskum fjölmiðlum eftir gærkvöldið og segir að fólk vilji að sjálfsögðu ræða málin. „Sumir eru undrandi, öðrum finnst þetta hið besta mál. Sumum í sjónvarpsgerð finnst þetta spennandi, þetta var spennandi dramatískt augnablik í sjónvarpssögunni. Almennt er þetta frekar jákvætt frekar en hitt.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson