Á móti sól í bílslysi

Hljómsveitin Á móti sól á góðum degi.
Hljómsveitin Á móti sól á góðum degi. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Á móti sól lenti í árekstri á leið sinni á gigg í gærkvöld, en hélt ballið engu að síður. Frá þessu greinir sveitin á Facebook-síðu sinni en þar er rakin ferðasagan. Hljómsveitin var við það að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem hún átti skömmu síðar að stíga á svið á balli þegar ekið var á bíl hennar. Vísir greindi fyrst frá

„Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist. Við tóku frekar ringlaðar mínutur þangað til allt fylltist af blikkandi ljósum,“ segir í færslu sveitarinnar.

„Reknir“ í tékk

Segir jafnframt frá því að farið hafi verið með einn liðsmann sveitarinnar, Sævar Helgason gítarleikara, á Landspítalann til athugunar, þar sem hann hafi rotast við höggið frá leigubílnum. Síðar um kvöldið hafi svo komið í ljós rifbeinsbrot og „nokkrir fleiri fylgikvillar“. Hinir liðsmennirnir hafi hins vegar „staulast nokkuð lemstraðir“ upp í annan bíl og til Njarðvíkur. 

„Eftir ballið vorum við síðan reknir vinalega í tékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem við fengum æðislega meðhöndlun og sprautur.“

Þakkar hljómsveitin fólkinu sem mætti á slysstað, þeim sem sáu um Sævar í nótt og Njarðvíkingum sem tóku vel á móti sveitinni. 

„Show must go on — elskiði hvert annað“ segir sveitin að síðustu og vitnar þar í frægt lag með hljómsveitinni Queen. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir