Tónleikum Andrea Bocelli frestað

Tenórinn, Andrea Boccelli.
Tenórinn, Andrea Boccelli.

Tónleikum ítalska tenórsins Andrea Bocelli, sem fara áttu fram 23. maí í Kórnum, hafa verið færðir til 3. október nk. Í pósti sem sendur hefur verið á miðaeigendur kemur fram að frestunin sé sökum útbreiðslu kórónuvírussins. 

Í tilkynningunni segir enn fremur að vilji miðaeigendur frá endurgreitt standi það til boða. Sé hins vegar ekkert aðhafst gildi miðinn á tónleikana 3. október. 

Á tónleikunum 3. október nk. er ráðgert að um 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir komi fram. Tæplega átta þúsund sæti verða á tónleikunum, sem jafnframt gerir tónleikana að stærstu sitjandi tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir