Ætti að vara við skáldskap í Crown

Karl Bretaprins þykir ekki koma vel fyrir í Krúnunni.
Karl Bretaprins þykir ekki koma vel fyrir í Krúnunni. AFP

Streymisveitan Netflix ætti að gera áhorfendum það ljóst að stór hluti söguþráðarins í þáttaröðinni Crown sé skáldskapur. Þetta segir Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands í samtali við breska blaðið The Mail on Sunday. Að öðrum kosti bíði orðspor bresku konungsfjölskyldunnar óþarfa hnekki.

„Þetta er virkilega vel framleitt skáldverk, og rétt eins og í öðrum sjónvarpsþáttum ætti Netflix að taka það skýrt fram í upphafi að þetta sé einmitt það,“ segir Dowden. „Ef ekki þá óttast ég að heilu kynslóðir áhorfenda, sem lifðu ekki þessa tíma, gætu haldið að tilbúningurinn sé sannleikur.

„Ilkvittið“

Dowden hyggst skrifa bandarísku streymisveitunni formlegt erindi þar sem farið er fram á þetta.

Fjórða þáttaröð seríunnar var gefin út fyrr í mánuðinum, en í lokaþætti hennar segir af sambandserfiðleikum Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Áhugamenn um konungsfjölskylduna hafa áhyggjur af því að uppskáldaðar senur í þáttunum hafi skaðað orðspor konungsfjölskyldunnar og einkum ríkisarfans Karls. 

Karl lokaði til að mynda fyrir athugasemdir við færslur á Twitter-reikningi sínum eftir að ljótar athugasemdir höfðu hrúgast inn síðustu vikur.

„Það er illkvittið hvernig Morgan [Peter Morgan handritshöfundur] notar afþreyingu til að keyra lýðveldisáróður og fólk tekur bara ekki eftir því,“ hefur Mail on Sunday eftir ónafngreindum vini prinsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson