Segist ekki hafa neytt kókaíns

Hljómsveitin Maneskin.
Hljómsveitin Maneskin. AFP

Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin sem vann Eurovision 2021 í gærkvöldi, segist ekki hafa neytt kókaíns meðan á útsendingu keppninnar stóð, en myndband af David beygja sig niður og hnykkja höfðinu til hliðar hefur verið til umræðu á samfélagsmiðlum.

David var spurður út í atvikið á blaðamannafundi skömmu eftir sigurinn. Þar sagðist hann ekki neyta eiturlyfja. Hljómsveitin neitaði ásökununum sömuleiðis á instagramsíðu sinni, þar sem David sagðist aldrei hafa neytt kókaíns, hann hefði ekkert að fela og væri tilbúinn að fara í lyfjapróf hvenær sem væri. 

Á blaðamannafundinum útskýrði David að hljómsveitarfélagi hans Thomas Raggi, gítarleikari sveitarinnar, hefði brotið glas. Svar hans má sjá á mínútu 10 í myndskeiðinu hér að neðan. 




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson