Bruce Willis hættur að leika vegna málstols

AFP/Angela Weiss

Bruce Willis, sem gerði meðal annars garðinn frægan í Die Hard myndunum, er hættur að leika að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.

Núverandi eiginkona hans, Emma Heming Willis og fyrrverandi eiginkona, Demi Moore og börnin Rumer, Scout, Tallulah, Mabel og Evelyn skrifa saman undir tilkynninguna sem var send til fjölmiðla og á samfélagsmiðla í dag. 

Best að njóta lífsins

Í tilkynningu fjölskyldunnar segir að Willis hafi átt við veikindi að stríða undanfarið og þetta sé mjög erfiður tími fyrir fjölskylduna. Leikarinn hefur nýlega greinst með sjúkdóminn málstol (aphasia) en sjúkdómurinn, sem er algengur eftir heilablóðfall eða höfuðhögg, getur valdið erfiðleikum við að tala, skrifa og skilja tungumál. 

„Vegna veikindanna hefur Bruce ákveðið að hætta í leiklistinni, sem hefur verið honum svo mikilvæg í gegnum tíðina.“ Fjölskyldan segist standa þétt saman á þessari erfiðu stund og hún hafi viljað láta aðdáendur hans vita. 

„Við vitum að hann var ykkur mikilvægur, alveg eins og þið voruð honum svo mikilvæg. En eins og Bruce sagði alltaf: „Það er best að njóta lífsins,“ og við munum reyna að gera það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir