Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla

Kim Kardashian mætti með atvinnufólk í myndatöku fyrir ökuskírteinið.
Kim Kardashian mætti með atvinnufólk í myndatöku fyrir ökuskírteinið. AFP/Michael Tran

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er þekktur senuþjófur enda atvinnukona þegar kemur að því að fanga athygli fólks á rauða dreglinum, síðum tímarita, samfélagsmiðlum og nú hjá Samgöngustofunni í Kaliforníu (e. Department of Motor Vehicles). 

Í nýjasta þætti The Kardashians sést þegar hin 42 ára gamla Kardashian mætir í myndatöku fyrir ökuskírteini sitt með teymi af snyrtifræðingum og hárgreiðslufólki. Stofnuninni var haldið opinni fyrir raunveruleikastjörnuna og fylgdarfólk hennar, sem innihélt einnig tökulið The Kardashians-seríunnar.

„Ég sver það, þetta er staðurinn þar sem ég hlaut ökuleyfið mitt,“ hrópaði Kardashian þegar hún stóð fyrir utan DMV–bygginguna í 60.000 króna Balenciaga sandölum með nýsnyrtar tær. 

Hárgreiðslumaðurinn Chris Appleton er einn þeirra sem fylgdi Kardashian í myndatökuna, en raunveruleikastjarnan þakkaði starfsfólki DMV fyrir að halda staðnum opnum fyrir sig og það bara fyrir eina ljósmynd. „Þetta er brjálæði en mér er alveg sama,“ heyrðist Kardashian segja við félaga sína á meðan hún sat í förðunarstólnum.

„Þetta er mikilvægasta mynd sem þú munt nokkurn tímann taka,“ heyrðist einnig í stjörnunni, sem hefur þó án efa tekið mikilvægari myndir. 

„Of margir lifa með ljóta mynd af sér í ökuskírteininu. Við verðum því að ganga úr skugga um hvort þetta sé rétt,“ sagði Appleton í framhaldi.

Samkvæmt hárgreiðslumanni Kardashian náðist hin fullkomna mynd í annarri tilraun.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir