Ögraði lofthræðslunni „Ég hef átt frekar gott líf“

Spennan var allsráðandi í Kömbunum við Hveragerði á fimmtudaginn þegar farið var í fyrstu ferðir Mega Zipline Iceland, lengstu og hröðustu sviflínu landsins sem nú hefur opnað fyrir almenning.

Mbl.is lét sig ekki vanta og ákvað blaðamaður, sem seint mun teljast adrenalínfíkill, að ögra lofthræðslu sinni með því að láta reyna á sviflínuna. „Ég hef átt frekar gott líf,“ sagði hún áður en hún lét til skara skríða.

Hraðasta og lengsta sviflína landsins

Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri og eigandi Mega Zipline Iceland, segist spenntur fyrir opnun sviflínunnar, sem er nú opin almenningi. 

„Hér erum við að búa til að ég tel skemmtilegustu afþreyingu landsins,“ segir Hallgrímur. „Og hér náum við að blanda saman skemmtilegri afþreyingu og frábærri náttúru í Svartagljúfri sem er falin náttúruperla í Hveragerði.“

„Mest hlakka ég til að senda þig niður,“ segir Hallgrímur loks hress í bragði, en ótti blaðamanns leyndi sér svo sannarlega ekki. Þó er allt gott sem endar vel og er sjónin sögunni ríkari en myndskeiðið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg