Fékk inngöngu í eftirsóttasta elítuklúbb New York

Kristen Wiig fer með aðalhlutverk í nýrri smáþáttaröð, Palm Royale.
Kristen Wiig fer með aðalhlutverk í nýrri smáþáttaröð, Palm Royale. AFP

Gamanleikkonan Kristen Wiig brá sér í hlutverk gestastjórnanda Saturday Night Live síðastliðið laugardagskvöld. Var þetta í fimmta sinn sem Wiig stýrir hinum sívinsæla gamanþætti, en fimmta skiptið hefur lengi verið stór stund fyrir gestastjórnanda þáttarins.

Wiig, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem hluti af leikarahóp Saturday Night Live á árunum 2005 til 2012, var innleidd í afar eftirsóttan og fámennan félagsskap, hinn svokallaða Five-Timers klúbb. Wiig er sjöunda konan til að hljóta slíka viðurkenningu, en leikkonan Candice Bergen var fyrst kvenna til að hljóta inngöngu í klúbbinn árið 1990. 

Margir af þekktustu leikurum Hollywood og liðsmenn elítuklúbbsins voru mættir til að fagna áfanganum með Wiig, en meðal þeirra voru Matt Damon, Jon Hamm, Martin Short, Paul Rudd og Ryan Gosling, en sá afhenti Wiig Five-Timers jakkann.

Wiig sýndi og sannaði að hún hefur engu gleymt þegar hún rifjaði upp marga af sínum þekktustu karakterum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir