Greinir á um „stóru þrennuna“

Kendrick Lamar (f.m.) reyndist afar móðgaður að vera borinn saman …
Kendrick Lamar (f.m.) reyndist afar móðgaður að vera borinn saman við J. Cole (t.v.) og Drake. Samsett mynd

Nýtt rímnastríð hefur verið milli tannanna á fólki vestanhafs undanfarnar vikur. Þar takast á rappararnir Kendrick Lamar, J. Cole og Drake.

Nú virðist Cole aftur á móti farinn heim með skottið á milli lappanna.

Þó Drake og Lamar hafi áður átt í deilum virðist þessi tiltekni ágreiningur nánast sprottinn upp úr þurrum jarðvegi. Hið svokallaða stríð milli rapparanna hófst í október í fyrra, þegar Cole átti gestaerindi á lagi Drakes er nefnist First Person Shooter.

Cole gaf þar í skyn að hann, Lamar og Drake væru „stóra þrennan“ í heimi hipp-hoppsins. Lagið rauk beinustu leið í efstu sæti á helstu spilunarlistnum í Bandaríkjunum og var þetta í fyrsta skipti sem Cole náði þeim árangri.

Bandaríski rapparinn J. Cole.
Bandaríski rapparinn J. Cole. Ljósmynd/Wikipedia.org

Taldi samanburðinn móðgun

Þrátt fyrir vinsældir lagsins virtist Lamar ekki ánægður með samanburðinn. Setti hann sig helst upp á móti því að Cole og Drake teldu sig vera jafn framúrskarandi í heimi hipphoppsins. 

Gafst Lamar tækifæri til að svara rímunni í síðasta mánuði. 

Þá gáfu tónlistarmennirnir Future og Metro Boomin út sameiginlega plötu og Lamar átti þar gestaerindi í laginu Like that. Þar svaraði hann Cole og Drake fullum hálsi:

„Motherfuck the big three [...] it's just big me.“

Lamar vísar því sem sagt alfarið á bug að til sé einhver „stór þrenna“ í rappheiminum, heldur aðeins „stóri ég“.

Cole pissaði í skóinn sinn

Erindi Lamars vakti mikla athygli, skapaði ágreining milli aðdáenda, og vonuðust margir eftir því að Cole og Drake myndu svara níðkvæði Lamars.

Úr því rættist þegar Cole gaf skyndilega út nýja plötu, Might delete later. Á laginu 7 Minute Drill brást Cole við ummælum Lamars.

Cole sagði m.a. að Lamar væri genginn sér til húðar og kallaði nýjustu plötu Lamars, Mr. Morale & the Big Steppers, „hörmulega“.

Svarið féll aftur á móti ekki vel í kramið hjá rappunnendum, sem gagnrýndu margir erindi Coles og kölluðu það kjánalegt. 

Cole kallaði Lamar einnig trans og hlaut því einnig gagnrýni fyrir nota hinseginleika á niðrandi hátt.

Um tveimur dögum síðar, síðasa sunnudag, baðst Cole afsökunar á „lélegu“ og „bjánalegu“ erindi sínu um Lamar. Þetta sagði hann fyrir framan áheyrendur á tónlistarhátíðinni Dreamville í Norður-Karólínu.

Hann hyggst nú eyða laginu af streymisveitum.

Drake ber höfuðið hátt

Drake hefur hingað til ekki svarað níðvísu Lamars í lagi, en á tónleikum í mars gerði hann þó grein fyrir henni.

Þar sagði hann ummæli Lamars hafa lítil áhrif á sig og sagðist bera höfuðið hátt.

@noiretv Drake responds to Kendrick Lamar diss: “I got my head up high, my back straight, I’m ten f*cking toes down… and I know no matter what there’s not another n*gga on this Earth that could ever f*ck with me #noiretv #drake #kendricklamar #hiphop #music #fyp ♬ original sound - NoireTV
Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar á Brit-verðlaunahátíðinni árið 2018.
Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar á Brit-verðlaunahátíðinni árið 2018. AFP
Kanadíski rapparinn Drake tekur við Grammy-verðlaunum.
Kanadíski rapparinn Drake tekur við Grammy-verðlaunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir