Aðdáendur hrollvekja geta leyft sér að hlakka til

Það er til mikils að hlakka.
Það er til mikils að hlakka. Samsett mynd

Endurgerð á kvikmyndinni The Blair Witch Project er í bígerð. Kvikmyndafyrirtækin Lionsgate og Blumhouse hafa tekið höndum saman um að endurgera bandarísku hrollvekjuna sem hræddi líftóruna úr mörgum sem sáu hana á sínum tíma, en 25 ár eru liðin frá útgáfu hennar. Tilkynnt var um kvikmyndaverkefnið á ráðstefnu CinemaCon á miðvikudag. 

The Blair Witch Project segir af ungu fólki sem hverfur við dularfullar aðstæður í skóglendi en ári síðar finnast myndbandsupptökur sem það gerði um ferðalag sitt. 

Hrollvekjan vakti mikla lukku um allan heim og bíógestir biðu í röðum til að sjá hana. The Blair Witch Project er ein af gróðamestu kvikmyndum sem gerðar hafa verið miðað út frá framleiðslu- og kynningarkostnaði. 

Ekki hefur verið ákveðið hverjir fari með helstu hlutverk í myndinni né hver mun leikstýra henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir