Líkti eftir guði: Roberto Cavalli látinn

Roberto Cavalli, sem setti mark sitt á ítalskan hönnunarheim svo …
Roberto Cavalli, sem setti mark sitt á ítalskan hönnunarheim svo um munaði, er látinn, 83 ára að aldri. AFP/Savo Prelevic

Ítalski tískuhönnuðurinn Roberto Cavalli er látinn, 83 ára að aldri. Tilkynning um andlátið barst frá tískuhúsi hans á Instagram-aðgangi þess í dag. Greinir ítalska ANSA-fréttastofan frá því að tískukóngurinn hafi látist á heimili sínu í Flórens eftir langvarandi veikindi.

Cavalli byggði veldi sitt upp á áttunda áratug síðustu aldar og hafa stórstjörnur spókað sig í hönnun hans um langt árabil, svo sem Brigitte Bardot, Sophia Loren, Kim Kardashian og Jennifer Lopez. Lýsti Fausto Puglisi, hönnunarstjóri Cavallis, því yfir nú við fráfall meistara síns að Cavalli yrði öðrum um aldur og ævi „ljósgeisli innblásturs“.

Innblástur náttúrunnar

Cavalli var fæddur 15. nóvember 1940 í Flórens, borg sem þekkt hefur verið fyrir tískuhönnun í leðri. Snemma á ferli sínum fann hann upp og fékk einkaleyfi fyrir aðferð til að prenta á leður og opnaði sína fyrstu verslun, Limbo, í frönsku borginni Saint-Tropez árið 1972.

Cavalli varð fljótlega þekktur fyrir dýramynstur sín á leðurfatnaði en náttúran veitti honum mikinn innblástur eins og hann lýsti fyrir blaðamanni tískuritsins Vogue árið 2011. „Ég tók að heillast af því að jafnvel fiskar eiga sér stórkostlegan litríkan „fatnað“ alveg eins og snákar og tígrisdýr. Mér fór að skiljast að guð er í rauninni besti hönnuðurinn svo ég tók að líkja eftir guði,“ sagði Cavalli enn fremur.

Meðal þeirra sem hafa vottað hinum látna virðingu sína er tískumógúllinn Giorgio Armani sem skrifaði á samfélagsmiðla sína: „Roberto var sannur listamaður, villtur og litríkur í notkun sinni á fataþrykki og var honum það gefið að umbreyta draumsýn í seiðandi klæði.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir