Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

[ Heimasíða | 568 8000 ]
Opnunartímar miðasölu Borgarleikhússins:
Virkir dagar 12-18
Sýningardagar 12-20
Helgar 12-20
Sími miðasölu er 568 8000

Himnaríki og helvíti

Himnaríki og helvíti

Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Í öndvegi verksins er Strákurinn; persóna sem trúir því að með orðum megi breyta heiminum og vekja látna aftur til lífsins. Hér er tekið á örlögum fólks sem er nátengt hafi, fjöllum og veðri, en örlög þeirra ráðast einnig í Plássinu þar sem mannlífi allra tíma á Íslandi er lýst og brugðið undir sjóngler og bæði konur og karlar takast á í hörkulegri lífsbaráttunni. Eitt eiga allar manneskjurnar sameiginlegt: Þær eru í leit að ástinni, en reynast misvel undirbúnar fyrir ferðalagið á þeim hála ís.

Til baka