Á vertíð og syngur í The Voice

Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir er sveitastúlka frá Borgafirði eystri og söngkona í hljómsveitinni Borgfjörð. Hún er líka einn þátttakanda í The Voice sem hóf göngu sína á SkjáEinum föstudaginn síðastliðinn.

Aldís er að eigin sögn fiðrildi. Hún hefur gaman að því að sjá og læra nýja hluti og hefur þess vegna búið og starfað víða og ekki enn fest rætur á einum stað. Í sumar vann Aldís á Skriðuklaustri sem hentaði henni vel, enda menntaður þjóðfræðingur og menningarmiðlari frá Háskóla Íslands. Um jólin stendur hún vaktina í Myndsmiðjunni á Egilsstöðum og því næst tekur við ferð um Suðaustur-Asíu. Þessa dagana er hún hins vegar á sláturvertíð á Vopnafirði, auk þess að taka þátt í The Voice.

Leiðin er löng frá Vopnafirði til Reykjanesbæjar þar sem upptökur fyrir The Voice fara fram en Aldís kippir sér lítið upp við það „Það má segja að ferðalög séu mitt einskæra áhugamál þessa dagana, við Flugfélag Íslands erum orðin bestu vinir. Þetta er ekkert þreytandi þannig, og ég væri ekki að þessu ef þetta væri ekki þess virði,“ segir Aldís sem stoppar sjaldan lengur en sólarhring í senn á Suðurlandinu. Rétt til að mæta í tökur, enda nóg að gera á vertíð.

Systkinin í kjallaranum hvert með sitt hljóðfærið

„Það var alltaf tónlist í loftinu heima hvort sem mamma var að taka til eða með vinkonur í heimsókn. Tónlistin var fjölbreytt, allt frá Geirmundi til Bítlanna,“ segir Aldís. „Mamma var mikil tónlistarkona og spilaði á gítar fyrir okkur krakkana. Pabbi söng, en aðallega á þorrablótum. Við systkinin höfum öll tónlist í okkur og þegar við komumst á gelgjuna vorum við flutt niður í kjallara til þar sem við gátum æft okkur í friði.“ Aldís minnist þess þó að kjallarinn hafi ekki alltaf verið nægileg fjarlægð frá foreldrunum. Mamma hennar hafði orðið heldur þreytt á laginu My Heart Will Go On með Celin Dion, sem Aldís spilaði gjarnan í botni og söng með.

„Mikið rými til að skapa“

„Ég myndi frekar kalla það kost en galla að alast upp á svona litlum stað. Það er svo mikið rými til að vera maður sjálfur og skapa,“ sagði Aldís um tónlistarlífið á Borgarfirði. „Auðvitað var það galli að komast ekki á alla tónleika sem maður vildi sjá, en maður fann samt leið. Ég fór t.d. bæði á Blur og Skunk Anansie.“ Aldís nefnir það jafnframt að það sé enn betra að vera ungur á Borgarfirði í dag, með allri þeirri tónlist sem fylgir tónlistarhátíðinni Bræðslunni.

Tónlistarúrvalið var að mörgu leyti takmarkað, enda ekki margir tónlistarmenn sem gerðu sér leið í tónleikahald á Borgarfjörð eystri þegar Aldís var ung. Magni Ásgeirsson bróðir Aldísar bætti það þó upp. Hann tók með heim úr Alþýðuskólanum tónlist á borð við Pearl Jam, No Doubt og Nirvana til að kynna fyrir litlu systur. Tónlistin frá Magna hafði mikil áhrif á Aldísi, en aðspurð hver væri draumatónlistarmaður til að vinna með var svarið afdráttarlaust Eddie Vedder, söngvari í Pearl Jam sem er enn í miklu uppáhaldi.

„Söngur og tónlist er svo stór hluti af mér. Þegar ég var lítil langaði mig að vera söng- eða leikkona.“ Sú löngun styrktist enn frekar þegar Magni Ásgeirsson bróðir hennar byrjaði í bransanum þegar hún var fimmtán ára. Aldís minnist þess að hafa fylgst með Magna aðdáunaraugum að taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og síðar stíga sín fyrstu skref sem með hljómsveit, og finna að þetta vildi hún líka gera.

Til að kynnast Aldísi enn betur var fengum við að vita hvaða átta lög vermdu efstu sætin á lagalistanum í símanum hennar.

  • Can‘t Feel My Face - The Weeknd
  • Alabama Shakes - Don't Wanna Fight
  • Soon Will be Found – Sia
  • Animal Games – Emiliana Torrini
  • Tarantúlur – Úlfur Úlfur
  • Óráð – Amaba Dama
  • Another Love – Tom Odell
  • Tightrope – Janelle Monáe
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Aldís Fjóla og hljómsveitin Borgfjörð á Bræðslunni
Aldís Fjóla og hljómsveitin Borgfjörð á Bræðslunni
Aldís Fjóla í sveitaverkum
Aldís Fjóla í sveitaverkum
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson