„Ég vel Sögu... Sölku!“

Bjarki Lárusson heillaði ekki bara þjálfarana fjóra í áheyrnarprufum The Voice á föstudaginn, hann sló í gegn á Twitter þegar hann ákvað að ganga til liðs við Sögu, en átti þar við Sölku Sól. Netmiðlar tóku fljótlega við sér og meðal þeirra sem tjáðu sig á Twitter var Salka sjálf, sem setti inn myndband þar sem hún og liðið hennar í The Voice kyrja „Saga, Saga, Saga“

„Ég veit alveg hvað hún heitir, ég var bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Bjarki, „ég held mikið upp á hana. Hausinn ekki í lagi þarna!“ Bjarki var ósáttur við sjálfan sig að hafa ruglast á nöfnum en nýi þjálfarinn hressti hann við, „eins og Salka sagði, þetta gerir góða Sögu!“

„Svo getum við bara grátið saman í stúdíóinu“

Bjarki Lárusson söng Try A Little Tenderness með Otis Redding í áheyrnarprufunum og heillaði bæði áhorfendur og þjálfara upp úr skónum. Ákefðin var mikil, Helgi Björns klifraði upp á stól og Salka missti hattinn.

Flutningur Bjarka þótti bæði twittverjum og þjálfurum mjög einlægur, en þegar hann lauk flutningi var Bjarka svo mikið um að hann táraðist. „Ef þú ferð að gráta þá fer ég að gráta, þannig að ekki fara að gráta,“ sagði þjálfarinn Unnsteinn Manuel, „ég væri mikið til í að vinna músík með þér og fá mig í þitt lið […] svo getum við bara grátið saman í stúdíóinu hjá Loga bróður.“

Ekki fyllilega ánægður

Bjarki var sjálfur ekki hæst ánægður með flutninginn, hann hefur sungið lagið oft og fannst hann geta betur. „En ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt,“ sagði Bjarki, en allir fjórir þjálfararnir sneru sér við æstir í að fá hann í sitt lið. Lagið hefur mikla merkingu fyrir Bjarka, þegar hann kynntist því fann hann í fyrsta skiptið lag og stíl sem sem hentaði honum fullkomlega, en Bjarki hlustar einna helst á tónlist frá sjötta til níunda áratugunum.

Bjarki er nú nýkominn úr tökum á næsta hluta The Voice, bardögunum, þar sem hann syngur dúett með öðrum keppanda, og trúði okkur fyrir því að næsta lag í allt öðrum stíl en hann er vanur.

Við báðum Bjarka um að nefna átta efstu lögin á lagalistanum sínum til að kynnast tónlistarsmekk hans aðeins betur. Bjarki er greinilega maður sem gerir hlutina almennilega ef hann fer út í þá á annað borð, en á listanum enduðu tíu lög.

  • Vision of Love - Maria Carey
  • Stevie wonder – Superstition
  • Whitney Houston – How will I know
  • Billie Joel – New York State of Mind
  • Alicia keyes – Not even the King
  • Adelle – Right as rain
  • Christina Agulera – Lost me – „Ef ég væri að taka þátt í Bandaríkjunum myndi ég velja hana“ sagði Bjarki, en Christina hefur nokkrum sinnum tekið að sér þjálfarastörf í The Voice ytra.
  • Amy Winehouse – will you still love me tomorrow – „Fór á kvikmyndina um Amy Winehouse um daginn og grét allan tímann!“ sagði Bjarki sem heldur mikið upp á söngkonuna.
  • John Legend – everybody knows
  • Celin Dion – It‘s all coming back to me now

Hér má sjá nokkur tíst um flutninginn hans Bjarka, en flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiðinu.






Bjarki Lárusson í The Voice
Bjarki Lárusson í The Voice Mynd: The Voice
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson