Er til staðar fyrir þau sem detta út

Svala Björvins gaf út nýtt lag ásamt hljómsveit sinni Steed Lord og tónlistarmanninum Sam Sparrow fyrir tveimur vikum síðan. Nýtt lag þýðir þó ekki að Svala slaki nokkuð á, en hún er um þessar mundir í stúdíói með Barða Jóhannssyni, oft kenndur við Bang Gang, að vinna að nýju efni. Þegar hún snýr aftur heim til Los Angeles í næstu viku tekur ekki minna við, en Svala sér fram á að eyða mjög miklum tíma í stúdíói þar ytra með hinum ýmsu tónlistarmönnum.

Ég vil vera til staðar fyrir þau

Svala Björgvins er þjálfari í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur er á SkjáEinum um þessar mundir. Í byrjun þáttanna safnaði hún til sín átta efnilegum söngvurum sem hún hefur síðan þjálfað. Nú er þáttaröðin að líða á enda og aðeins einn liðsmaður stendur eftir, Bolvíkingurinn Hjörtur Traustason.

Hjörtur vakti mikla athygli í fyrsta þætti beinna útsendinga The Voice þegar hann var fyrsti þátttakandinn til að syngja á íslensku. „Þegar ég byrjaði að vinna með þeim í lagavalinu langaði mig að hafa í huga að þau gætu tekið íslensk lög. Það er úr svo mörgu að velja.“ Svala sagði jafnframt lítið mál að aðlaga lögin að hverjum keppanda og útfæra þau eftir hentisemi.

Samleið Svölu og hinna liðsmannanna er þó hvergi nærri búin. „Ég verð til staðar fyrir þau og er að hjálpa flestum að komast áfram þó svo þau séu ekki lengur í keppninni, gefa ráð og hafa þau í huga fyrir tónlistartengd verkefni.“

Svala hefur vakið mikla athygli í þáttunum fyrir glæsilegan klæðnað.
Svala hefur vakið mikla athygli í þáttunum fyrir glæsilegan klæðnað. Mynd: The Voice
Svala ásamt eiginmanni sínum, Einari Egilssyni
Svala ásamt eiginmanni sínum, Einari Egilssyni Mynd: The Voice
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson