Trommuslagur á snúningstökkunum

„Við reyndum að hafa yfirsýn yfir hverjum gæti verið stolið til að geta verið viðbúin upp á uppsetningu og upptöku, svo myndavélarnar væru á réttum stað,“ segir Jón Haukur Jensson, framleiðandi sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans.

Einvígi þáttanna hefjast í kvöld þar sem tveir söngvarar úr sama liði stíga saman á svið og berjast um að halda velli. Þeir syngja saman eitt lag og þjálfari þeirra velur hvor stóð sig betur og fær að halda velli í liðinu. Hinir þjálfararnir hafa svo möguleika á því að stela söngvaranum sem tapar.

„Þetta fór allt öðruvísi en maður var búinn að áætla, þau hrifust af flutningnum og voru að stela í hita leiksins,“ segir Jón. „Það var margt sem kom mér á óvart, Ég var ekkert alltaf sammála, bæði hvaða söngvurum var stolið og hvaða söngvurum var ekki stolið, en þau eru náttúrulega sérfræðingarnir ekki ég.“

Að stela keppendum getur sannarlega kynt undir þjálfurunum, ef fleiri en einn þjálfari snýr sér við keppast þeir um að heilla söngvarann í sitt lið. Fyrsti stuldurinn uppskar mikið orðaskak á milli Svölu Björgvins og Helga Björns og endaði með hálfgerðri trommukeppni á takkann sem snýr þjálfarastólunum, eins og sjá má í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson