Voice-þátttakandi með jólatónleika

Söngkonurnar Karitas Harpa Davíðsdóttir og Kolbrún Lilja Guðnadóttir.
Söngkonurnar Karitas Harpa Davíðsdóttir og Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Mynd: úr einkasafni

„Við erum báðar mikil jólabörn og okkur er búið að langa að gera þetta lengi,“ segir Karitas Harpa Davíðsdóttir, einn af þátttakendum í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Nú í aðdraganda jólanna heldur hún röð jólatónleika ásamt vinkonu sinni, söngkonunni Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur. „Ég hafði ekki treyst mér í þetta áður en ég ákvað að hamra járnið á meðan það er heitt.“

Karitas og Kolbrún eru báðar frá Selfossi, tónleikarnir verða allir í sveitunum í kringum heimabæinn auk þess að teygja sig alla leið á Klaustur í aðra áttina og til Reykjavíkur í hina.

„Okkur fannst um að gera að halda tónleika á stöðum þar sem er ekkert allt of mikið í boði. Það er ekki fyrir alla að fara með stóra fjölskyldu á fína jólatónleika, tala nú ekki um þegar fólk býr ekki í borginni, það getur verið ofboðslega kostnaðarsamt,“ segir jólabarnið Karitas. „Jólin eru allra og þess vegna vildum við hafa tónleikaröðina með því sniði að aðgangseyrir væri í formi frjálsra framlaga, það sem fólk treystir sér til að borga hverju sinni. Við viljum bara fá fólk á staðinn.“

Á viðburðavef mbl.is má finna frekari upplýsingar um tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson