Salka Sól: „Sé nett sjálfa mig í þér“

Karitas Harpa Davíðsdóttir er búin að sýna á sér fjölbreyttar hliðar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Í fyrsta þætti beinna útsendinga sem sýndur var síðasta föstudagskvöld ákvað hún að leita nokkra áratugi aftur í tímann og syngja slagarann Killing me Softly, einna þekktast í útgáfu The Fugees.

Karitas ákvað að setja þessa klassísku popptóna í nýjan búning, sem tókst mjög vel til eins og sjá má í myndskeiðinu. Sviðsframkoman var ekki síðri, en Karitas hreyfði sig meira um sviðið en nokkur annar keppandi þetta kvöldið.

Salka Sól, þjálfari hennar í þáttunum, hafði ekkert annað en gott að segja um frammistöðuna. „Frá fyrsta degi hef ég séð nett sjálfa mig í þér og ég veit ekki, kannski var ég að láta þig „gerðu meira svona“ eins og ég myndi gera það, en það kemur samt allt svo náttúrulega til þín. Og ég var ekki að segja þér að fara þangað eða gera þetta, byrja að klappa eða whatever, þetta er þú Karitas. Við fengum að sjá þig á þessu sviði í dag og þú ert alveg mögnuð!“

Af þremur liðsmönnum Sölku komust tveir áfram í undanúrslitin og var Karitas önnur þeirra. Rósa Björg Ómarsdóttir var valin áfram í símakosningu og Salka sjálf valdi Karitas áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson