Er slúðrið í genunum?

Gróa á Leiti var fjarri því að hafa fundið upp slúðrið. Það á sér margfalt eldri uppruna, og má rekja allt aftur til forfeðra mannanna, sem öfluðu sér upplýsinga sem nota mátti gegn hugsanlegum keppinautum, samkvæmt kenningu bandaríska sálfræðiprófessorsins Franks McAndrews. Greinir blaðið Fort Worth Star-Telegram frá þessu nýverið.

McAndrews telur, að þeir forfeðra okkar sem höfðu engan áhuga á gróusögum hafi lent utangarðs í samfélaginu og átt í erfiðleikum með að finna sér maka. "Það er ýmislegt í þriggja milljóna ára þróunarsögu mannsins sem hefur hjálpað fólki að komast af," sagði McAndrews. "Fólki sem borðaði rétta fæðu, fólki sem stundaði kynlíf og fólki sem fékk mikilvægar upplýsingar um það sem var á seyði í umhverfi þess vegnaði betur." McAndrews gerir grein fyrir kenningu sinni í ritgerð í maíhefti Journal of Applied Social Psychology.

Líklegt er að forfeður okkar hafi reynt að bæta stöðu sína í samfélaginu með því að dreifa upplýsingum um mikilvægt fólk, segir McAndrews. "Æsifréttablöð og fjölmiðlar yfirleitt hafa sömu áhrif. Við erum látin halda að þetta fólk sé mikilvægt vegna þess að við heyrum mikið um það."

McAndrew gerði rannsókn sína með aðstoð rúmlega 100 háskólastúdenta, sem hann bað um að lesa slúðurblöð og segja til um hvaða fræga fólk þeim þætti áhugaverðast. Í ljós kom, að lesendurnir höfðu helst áhuga á frægu fólki af sama kyni og á svipuðum aldri og þeir sjálfir, og var sú niðurstaða í samræmi við kenningu McAndrews.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson