Ósanndindi í Biblíunni hrakin

Jesús var lágvaxinn og óaðlaðandi og fæddist ekki í fjárhúsi aðfaranótt 25. desember, að því er kemur fram í bók sem tveir kaþólskir blaðamenn hafa skrifað með stuðningi Páfagarðs og gefin er út á Ítalíu. Bókinni, sem nefnist Ellefta boðorðið, er ætlað að afhjúpa ýmis ósannindi og tvíræðni sem finnast í Biblíunni og hefðbundin kristinfræði hefur ýtt undir.

Blaðamennirnir tveir, Elisabetta Broli og Roberto Beretta, starfa hjá blaðinu Avvenire sem gefið er út í Páfagarði. Gianfranco Ravasi, formaður menningarmálanefndar Páfagarðs skrifar formálann og segir að blaðamennirnir hafi rannsakað upprunalega texta og, eins og sporhundar, leitað að hinum gervibiblíulegu jarðsveppum sem séu jafn daunillir og þeir séu gómsætir.

Ýmsar fullyrðingar í bókinni eru líklegar til að koma fólki á óvart. Þar á meðal segir að Jesús Kristur hafi hvorki fæðst 25. desember né í fjárhúsi. Að auki hafi hann verið lítill og frekar ófríður miðað við smekk nútímamanna. Hann komst á fimmtugsaldur, lifði því um 10 árum lengur en Biblían gefur til kynna, og Jósef faðir hans var líklega auðugur og virtur byggingarmeistari en ekki fátækur trésmiður.

Hvorki Móses né Guð gyðinga lásu boðorðin 10 fyrir og þau voru heldur aldrei grafin á steintöflur. Jósúa barðist aldrei við Jeríkó því fornleifafræðingar hafa sýnt fram á að borgin var þegar í rústum þegar Jósúa fæddist. Hvalur gleypti aldrei Jónas, Ísraelsmenn fóru aldrei yfir Rauðahafið, Davíð drap ekki Golíat, Pétur postuli var ekki krossfestur með fæturnar upp, Páll postuli datt ekki af hesti sínum á leið til Damaskus og ef Eva át ávöxt í aldingarðinum Eden var það ekki epli heldur appelsína eða fíkja, segja blaðamennirnir tveir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson