Tollverðir fundu vodkaleiðslu neðanjarðar

Rússneskir tollverðir segjast hafa fundið hálfs annars kílómetra langa vodkaleiðslu grafna í jörð og til þess gerða að dæla heimagerðum vodka frá Rússlandi til Lettlands, þar sem hann var seldur á svörtum markaði.

Leiðslan var á um tveggja metra dýpi, en fannst þegar verið var að gróðursetja tré við landamærin. Talsmaður rússnesku tollgæslunnar segir að grunur hefði leikið á að einhver væri að smygla landa til Lettlands, en aldrei hafi fundist vísbendingar um hvernig það væri gert.

Leiðslan lá á milli tveggja húsa, sitthvoru megin landamæranna. Enginn íbúi var í þeim þegar yfirvöld réðust til inngöngu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson