Þjálfaði börn sín til að þykjast fötluð

Bandarísk kona hefur játað sig seka um að hafa þjálfað börn sín í að þykjast alvarlega fötluð og þegið rúmlega 280.000 Bandaríkjadali í bætur allt frá níunda áratugnum. Sonur konunnar játaði leikinn fyrir dómstólum fyrr í mánuðinum, hann er nú 26 ára og hafði tekið þátt í blekkingunni frá átta ára aldri.

Konan, Rosie Costello, sem nú er 46 ára gömul þjálfaði börn sín frá unga aldri, dóttur sína frá fjögurra ára aldri, en soninn frá átta ára aldri. Í viðtölum hjá félagsmálayfirvöldum gekk drengurinn, lotinn, potaði í andlit sitt og þóttist ekki skilja spurningar, allt þar til hann var hálfþrítugur.

Yfirvöld fór þó að lokum að gruna að ekki væri allt með felldu, og komst leikurinn loks upp þegar myndband fannst við rannsókn þar sem hann rökræddi við yfirvöld í Vancouver í Kanada um stöðumælasekt, án nokkurra erfiðleika.

Mæðginin verða dæmd fyrir glæpina um miðjan maí næstkomandi og mega eiga von bæði á fangelsisvist og sektum, en yfirvöldum hefur enn ekki tekist að hafa uppi á dótturinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Benedikt D. Valdez Stefánsson: Haa?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson