Enginn vildi greiða uppsett verð fyrir páfabíl

Bíllinn sem reynt var að selja á eBay.
Bíllinn sem reynt var að selja á eBay. AP

Enginn reyndist reiðubúinn til að greiða jafnvirði 13,5 milljóna króna fyrir átta ára gamlan gráan Volkswagen Golf, sem sagður er hafa verið í eigu Benedikts VI páfa en bíllinn var boðinn upp á eBay.

Fyrir tveimur árum var sami bíll seldur á uppboði og þá mun bandaríska netspilavítið Golden Palace hafa keypt bílinn fyrir 244 þúsund dali, jafnvirði 16 milljóna króna af manni, sem keypti Golfinn fyrir jafnvirði 900 þúsund króna.

Golden Palace segir að samkvæmt eigendaskrá sé einn af fyrri eigendum bílsins Josef Ratzinger, þáverandi kardínáli en núverandi páfi. EBay sagði, að staðfesting hefði fengist á því að páfi hefði átt bílinn á sínum tíma.

Þegar bíllinn var fyrst seldur á uppboði sögðu heimildarmenn að páfi hefði í raun ekki ekið bílnum enda hefði hann ekki ökuréttindi. Einkaritari hans var sagður hafa keypt bílinn í Þýskalandi og flutt hann til Rómar og skráð hann á nafn Ratzingers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir