Fótspor snjómannsins ógurlega?

Josh Gates sést hér með fótsporið sem talið er að …
Josh Gates sést hér með fótsporið sem talið er að sé eftir snjómanninn ógurlega. Reuters

Bandarískur sjónvarpsmaður segir að hann og samstarfsmenn hans hafi fundið nokkur fótspor við Everest-fjallið í Nepal sem líkist mjög lýsingum á fótspori snjómannsins ógurlega.

Josh Gates og félagar hans segjast vera afar spenntir yfir þessum fundi. Þeir segja hinsvegar ekkert um það hvort þeir trúi því fótsporin séu eftir snjómanninn fræga.

Gates stýrir þætti sem ber nafnið Destination Truth, en í þátttunum er fjallað um frásagnir af ævintýralegum skepnum.

Fótsporin, sem eru 33 cm löng, fundust sl. miðvikudag og hefur fundurinn glætt nýju lífi í áhuga manna á snjómanninum ógurlega. 

Gates segir að hann og samstarfsmenn hans hafi leitað að snjómanninum að næturlagi með vasaljósi, en þeir sem segjast hafa séð skepnuna segja að það hafi gerst að nóttu til.

Ekkert bar hinsvegar á snjómanninum ógurlega sjálfum að sögn Gates.

Fréttavefur BBC skýrði frá þessu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir