Flugfreyjur á bikíní reita Spánverja til reiði

Michael O'Leary forstjóri Ryanair - þessi mynd er ekki úr …
Michael O'Leary forstjóri Ryanair - þessi mynd er ekki úr dagatalinu. Reuters

Spænsk neytendasamtök fordæmdu í dag dagatal sem írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gefið út. Á dagatalinu, sem flugfélagið lýsir sem „heitasta" dagatalinu 2008, eru myndir af flugfreyjum á bikíní.

Dagatalið var sett í sölu um borð í vélum Ryanair þann 17. nóvember og á netinu en allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála. Á vef Ryanair er haft eftir einum yfirmanni Ryanair að stórkostlegir flugliðar Ryanair hiti heldur betur upp flugstjórnarklefann. 

Samtökin Facua, sem lögðu fram formlega kvörtun til jafnréttissviðs ráðuneytis vinnumála og Neytendastofu, segja dagatalið brjóta gegn lögum frá 1988 sem leggja bann við því að auglýsingar misbjóði fólki. Í yfirlýsingu Facua kemur fram að dagatalið misbjóði vinnandi konum almennt og þá sér í lagi konum sem starfa við flug. Á dagatalinu séu sýndar staðlaðar ímyndir flugfreyja og brjóti gegn öllu sem samtökin hafi barist gegn áratugum saman.

Í september reitti Ryanair marga Spánverja til reiði með því að birta auglýsingu þar sem hæðst var að ákvörðun forsætisráðherra Spánar,  Jose Luis Zapatero, um að gefa foreldrum allra nýbura 2.500 evrur. Síðar dró Ryanair auglýsinguna til baka.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson