Mataræði á miðöldum hollara en í dag

Rannsóknir sýna að mataræði á miðöldum var fituminna en í …
Rannsóknir sýna að mataræði á miðöldum var fituminna en í nútímanum. AP

Fólk á miðöldum lifði heilbrigðara lífi en afkomendur þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar læknis í Bretlandi.  Það neytti fitulítillar fæðu, ásamt miklu grænmeti, sem er mun betra fyrir hjartað en mjölvaríkt, meðhöndlað fæði nútímans.  

Þó fólk á miðöldum hafi e.t.v neytt meiri fæðu, brenndu þeir fleiri hitaeiningum á því að vinna 12 tíma erfiðisvinnu, segir breski læknirinn Roger Henderson. 

Með rannsókn sinni á gögnum sem til voru um lífstíl miðaldamanna, gefur Henderson í skyn að mataræði á miðöldum hafi jafnvel verið betra en svokallað miðjarðarhafs-mataræði Rómverja sem mikið hefur verið hampað fyrir hollustu.  Henderson segir að þó Rómverjar hafi borðað fisk, ávexti, heilkorn og ólívuolíu, þá hafi þeir verið ríkir og því átt það til að láta meira eftir sér.   

Meðalbóndi á miðöldum mun hafa borðað nærri tvo brauðhleifa á hverjum degi, um 250 grömm af fiski eða kjöti, ásamt miklu magni af grænmeti, eins og rófum og baunum. 

Það sem skiptir mestu máli er að það var enginn unninn sykur í fæðunni á miðöldum, á meðan kex, kökur og sætindi ráða ríkjum í nútímavenjum.   

„Ef við setjum þetta í samhengi við ótrúlega mikla líkamlega vinnu, má sjá að fólk miðöldum var í mun minni hættu á að fá hjartasjúkdóma og sykursýki en við í nútímanum,”  sagði Henderson.

Henderson játaði að fólk í dag er betur statt en forfeður sínir hvað varðar aldur.  „Ef maður náði 30 ára aldri í þá daga, þótti það mjög gott en ef maður náði 40 árum varð maður alveg eldgamall,” sagði Henderson.  

Bresk næringarsamtök segja að meirihluti fullorðinna í Bretlandi séu of þungir eða eigi við offituvandamál að stríða,  en segja rannsóknina sýna að lífstíll hafi breyst mikið á nokkrum öldum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson