Kyrkislanga með magapínu

Kyrkislanga nokkur í Nýja Suður-Wales í Ástralíu fékk í magann á dögunum. Ástæðan var sú að hún gleypti fjórar golfkúlur, sem settar höfðu verið í hreiður hænsna til að hvetja þær til að verpa.

Fólkið á bænum aumkaði sér yfir slönguna og fór með hana á dýraspítala. Röntgenmyndir leiddu í ljós, að slangan gæti ekki losnað við boltana á eðlilegan hátt og því var ákveðið að skera dýrið upp.

Aðgerðin tókst vel, að sögn lækna og verður slöngunni, sem fengið hefur nafnið Augusta eftir frægum golfvelli í Bandaríkjunum, sleppt innan skamms úti í náttúrunni.

Slangan Augusta fyrir aðgerðina.
Slangan Augusta fyrir aðgerðina. AP
Það er von að slöngunni hafi verið ómótt.
Það er von að slöngunni hafi verið ómótt. AP
Röntgenmynd sem sýnir golfkúlurnar í slöngumaganum.
Röntgenmynd sem sýnir golfkúlurnar í slöngumaganum. AP
Gat var skorið á kvið slöngunnar og golfkúlurnar fjarlægðar.
Gat var skorið á kvið slöngunnar og golfkúlurnar fjarlægðar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson