Einmana Japani hringdi 2.600 sinnum í símaskrána

Einmana Japani hefur verið handtekinn og gefið að sök að hafa hringt allt að 2.600 sinnum í símaskrána vegna þess að hann naut þess að fá skammir frá konunum sem svöruðu. Hann hefur verið ákærður fyrir að raska starfsemi fyrirtækisins sem sér um símaskrána.

Maðurinn er 37 ára og heitir Takahiro Fujinuma, einhleypur og atvinnulaus. Herma fregnir að hann hafi reynt að hefja samræður við starfsfólk símaskrárinnar og jafnvel tjáð því ást sína, og grátbeðið það að skella ekki á.

Talsmaður lögreglunnar segir að á tímabilinu júní til nóvember hafi Fujinuma hringt 2.600 sinnum í símaskrána, en japanskir fjölmiðlar segja að grunur leiki á að maðurinn hafi fyrst tekið upp á þessu fyrir þrem eða fjórum árum og í heildina hringt oftar en tíu þúsund sinnum í símaskrána.

Hann mun hafa sagt lögreglu að hann hefði verið einmana og skemmt sér við að hvekkja starfsfólk símaskrárinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson