Blogg gegn þunglyndi

Samkvæmt nýrri könnun sem birtist í nýjasta riti Cyberpsychology & Behavior eru bloggsíður farnar að gegna veigamiklu hlutverki í að hjálpa þunglyndissjúklingum að umgangast og umbera sjúkdóm sinn.

Könnunin var gerð á meðal 134 nýrra notenda MySpace-samfélagsvefsins og leiddi hún í ljós að þeir notendur sem hugðust nota vefinn til að blogga voru þeim mun líklegri til að þjást af kvillum sem einkenna þunglyndi. Kvíðaköst, depurð og streita voru algengari meðal þeirra sem hugðust blogga á vefnum en hjá þeim sem hugðust nota vefinn til einhvers annars.

Könnunin hefur vakið þó nokkra athygli en greinarhöfundar gefa sterklega til kynna að bloggið sé á vissan hátt að koma í stað dagbókarinnar sem tjáningarmáti og útrásaraðferð þeirra sem glíma við persónuleg vandamál.

Bloggið í stað sála

„Hvað mig varðar þá er ég algjörlega laus við þunglyndi. Það er eiginlega frekar í hina áttina að ég sé haldinn ofsakæti,“ segir Jens Guðmundsson, einn þekktasti og afkastamesti bloggari landsins. Jens segir þó að hann telji það líklegt að fólk leiti á náðir bloggsins til að fá útrás eða tjá sig um sín vandamál.

„Fólk sem á um sárt að binda eða lendir í hremmingum fær oft þörf til að blogga um sínar hremmingar. Bloggið hefur því kannski að einhverju leyti komið í staðinn fyrir heimsóknir til sálfræðinga eða einhvers álíka.“

Jens telur ennfremur að bloggið hafi nýst mörgum vel til að takast á við önnur vandamál en bara þunglyndi. „Ég hef tekið eftir því að fólk sem hefur átt við eiturlyfja- eða ofdrykkjuvandamál að stríða segir að bloggið hafi veitt því aðhald til að halda sér edrú eftir að úr meðferð er komið. Bloggið er svona eins og AA-fundur fyrir þetta fólk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson