Sá sjálfa sig á rándýru málverki

Konu að nafni Sue Tilley var brugðið þegar hún sá málverk af sér nakinni í glugga uppboðshúss. Það kom henni einnig þægilega á óvart, að málverkið er talið vera allt að 35 milljóna Bandaríkjadala virði.

Fyrir 10 árum síðan borgaði breski málarinn Lucien Freud Tilley 20 pund í hvert skipti fyrir að sitja fyrir hjá sér, en hún þurfti að sitja fyrir nokkrum sinnum. Afraksturinn var málverkið Sleeping.

Boðið verður í málverkið 13. maí nk. í Christie’s uppboðshúsinu í New York. Talið er að málverkið seljist fyrir mun hærri upphæð en nokkuð annað verk eftir Freud til þessa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson