Danskan torskilin

Danska ríkisútvarpið DR mun leggja sérstaka áherslu á það á næstunni að bæta framsögn leikara í því leiknu sjónvarpsefni sem unnið er fyrir DR. Leiknir framhaldsþættir DR hafa notið mikilla vinsælda bæði í Danmörku  og annars staðar á undanförnum árum en mikið mun hafa verið um það að Danir hafi kvartað undan því að ekki heyrðist nógu vel hvað leikararnir segðu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ingolf Gabold, yfirmaður dagskrárgerðar DR, segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að bæta hljóð og framsögn leikara og að sérstakur leiðbeinandi hafi verið fenginn til að aðstoða leikara í nýjustu þáttunum „Sommer" og „Album". Þá segir hann að stefnt sé að því að hafa framsagnarleiðbeinendur við gerð þeirra þátta sem gerðir verði í framtíðinni.

„Við höfum fengið margar kvartanir frá fólki sem segist ekki skilja hvað leikararnir segja og þá sérstaklega ungu leikararnir í þáttaröðum á borð við „Örninn” og „Glæpurinn”. Við gripum því til sérstakra ráðstafna og það bendir margt til þess að það hafi orðið til bóta, þar sem við höfum fengið fáar sem engar kvartanir vegna nýjustu þáttaraðanna,” segir Gabold.

Leikstjórinn Ole Christian Madsen segir það hins vegar ákveðnum erfiðleikum háð að auka áherslu á framsögn leikara á kostnað umhverfishljóða. „Í dag eiga hljóð að vera áhrifarík og skapa stemningu. Ef við eigum að fara að þvinga leikara til að tala öðru vísi en þeim er eðlilegt er hætt við því hljóðið verði eins og frá gamalli tíð”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson