Lengri brjóstagjöf eykur greind

Börn sem nærð eru eingöngu á brjóstamjólk í hálft ár eða lengur eru að meðaltali greindari en önnur börn, skv. niðurstöðum nýrrar kanadísk-hvítrússneskrar rannsóknar. Sýnir rannsóknin einnig að þau börn sem eingöngu fá brjóstamjólk í þrjá til sex mánuði eru greindari en börn sem fá aðra næringu, þó að ekki muni eins miklu.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birt er í nýjasta hefti Arch Gen Psychiatry, koma úr tilraun sem gerð var í Hvíta-Rússlandi árin 1996-2002. Náði tilraunin til rúmlega 13 þúsund barna sem fæddust 1996 og 1997 á ríflega þrjátíu fæðingardeildum sem valdar voru af handahófi. Þar sem ekki þótti fýsilegt, né siðferðislega rétt, að velja af handahófi hvaða mæður settu börn sín á brjóst, snerist tilraunin um að á helmingi deildanna fengu mæðurnar fræðsluefni þar sem sérstaklega er hvatt til brjóstagjafar.

Þegar börnin náðu sex ára aldri voru lögð fyrir þau greindarpróf auk þess sem kennarar þeirra barna sem byrjuð voru í skóla lögðu mat á kunnáttu þeirra, t.d. í lestri og skrift. Kom þar fyrrgreindur greindarmunur fram og reyndist hann tölfræðilega marktækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav