Greiddi nýjan bíl með smámynt

Bandaríkjamaður sem ekki treystir pappírspeningum greiddi átta þúsund dollara í smámynt er hann keypti sér nýjan pallbíl um daginn, og borgaði svo afganginn með ávísun. Það tók starfsfólk bílaumboðsins hálfa aðra klukkustund að telja peningana.

Maðurinn heitir James Jones og er sjötugur Ohiobúi. Hann kom með 16 kaffibaunadósir fullar af mynt í Chevy-umboð í Cincinnati er hann festi kaup á nýjum Silverado, sem kostaði sextán þúsund dollara, svo að smápeningarnir hrukku reyndar ekki fyrir nema helmingi verðsins.

Sonur Jones sagði að reyndar væri furðulegast af öllu að faðir sinn skyldi ákveða að endurnýja pallbílinn sem hann hafði keypt 1981. „Hann er mjög fastheldinn á fé.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir