Er raðmorðinginn Zodiac fundinn?

Mark Ruffalo og Adam Goldberg í myndinni Zodiac.
Mark Ruffalo og Adam Goldberg í myndinni Zodiac.

Hugsanlegt er alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) muni á næstunni upplýsa um einhvern alræmdasta fjöldamorðingja í Bandaríkjunum og gekk undir nafninu Zodiac. Lögreglan fylgir nú eftir vísbendingum um að á bak við hann hafi staðið fyrrum hermaður í sjó- og lofther Bandaríkjanna.

Zodiac á að hafa myrt að minnsta kosti fimm manns seinni hluta sjöunda og framan af áttunda áratugnum á Kaliforníuflóa-svæðinu og skilið þann sjötta eftir til að deyja drottni sínum. Hann ögraði lögreglu og dagblöðum á svæðinu með því að senda þeim dulkóðuð bréf sem merkt voru dýrahrings-tákni stjörnufræðinnar, þ.e. Zodiac, og þannig var nafn hans fengið. Hann fannst þó aldrei þrátt fyrir umfangsmikla leit.

Í bréfunum hélt morðinginn því fram að hann hefði drepið allt að 37 manns, og morðin sem uppskátt varð um, ollu mikilli skelfingu hjá öllum almenningi.

Miklar vangaveltur voru um það hver raðmorðinginn væri og óleyst morðgátan varð m.a. Hollywood tilefni til að gera myndina Zodiac sem frumsýnd var á síðasta ári með þeim Jake Gyllenhaal og Robert Downey Jr. í aðalhlutverkum. Sérfræðingar alríkislögreglunnar rannsaka nú hvort bein tengsl sé milli lífsýna sem fundust á vettvangi voðaverkanna og manns að nafni Jack Tarrance sem lést árið 2006.

Nafn Tarrance kom fyrst upp í tengslum við óleystu morðmálin árið 2000 þegar stjúpsonur hans, Dennis Kaufman, staðhæfði að stjúpi hans væri Zodiac. Hélt hann því fram að rithönd stjúpa síns væri nauðalík þeirri á bréfunum sem Zodiac sendi frá sér, og skyssa lögreglu af hugsanlegum morðingja frá þessum tíma líktist Tarrance þegar hann var yngri.

Alríkislögreglan rannsakar nú svarta hettu svipaðri þeirri sem morðinginn bar og Kaupman fann falinn inn í magnara eftir lát Tarrance. Kaufman fann einnig blóðugan hníf og ljósmyndarúllur með heldur ógnvekjandi myndum.

Sýni verða tekin af límhlið frímerkja á bréfum sem Tarrance sendi en alls ekki víst að lífsýnin leiði til ótvíræðrar niðurstöðu. Kaufman er hins vegar viss í sinni sök. „Ég veit að lífsýnin munu passa því að ég veit hver Jack Tarrance er. Svo að ég er áhyggjulaus.“

Arthur Allen Leigh sem lést af hjartaslagi 1992 er hins vegar sá hinna grunuðu sem oftast hefur verið tengdur morðunum en hann hélt ætíð fram sakleysi sínu.

Jake Gyllenhal fór með eitt aðalhlutverkið í myndinni Zodiac
Jake Gyllenhal fór með eitt aðalhlutverkið í myndinni Zodiac mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav