Leynigöng til sölu

Til sölu: Leynigöng 30 metra undir yfirborði jarðar í miðborg Lundúna. Frá bær staðsetning, dularfull fortíð. Verðið er leyndarmál.

Verið er að reyna að selja svonefnd Kingswaygöng, sem voru grafin árið 1942 sem loftvarnabyrgi fyrir almenning. Núverandi eigandi er fjarskiptafélagið BT Group PLC.

„Við leitum að eiganda sem hefur hugmyndaflug og stöðu til að nýta göngin með arðbærum hætti," segir Elaine Hewitt, yfirmaður fasteignadeildar BT.

„Þetta svæði á merkilega fortíð og þar sem við höfum ekki lengur not fyrir það teljum við rétt, að bjóða það til sölu."

Göngin eru um 1,7 km að lengd. Breska leyniþjónustan  MI6 tók göngin yfir árið 1944 og notaði þau til ársins 1945. Hins vegar er ekki ljóst hver tilgangur leyniþjónustunnar var. Eftir það voru göngin notuð sem einskonar skjalageymsla en síðan komust þau í eigu bresku póstþjónustunnar, sem á þeim tíma rak símakerfi Bretlands.

Á sjöunda áratug síðustu aldar lá beina símalínan milli bandarískra og sovéskra stjórnvalda um göngin. Á áttunda áratugnum, þegar göngin komust í eigu BT, voru þau notuð sem miðstöð öryggiseftirlits. En nú þarf BT ekki lengur á göngunum að halda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson