Handtekinn á skurðarborðinu

Domenico Magnoli átti ekki von á því þegar hann vaknaði upp hjá lýtalækninum að hefði misst eitthvað annað en aukakílóin. En raunin var önnur því hann var handtekinn af lögreglunni og missti því frelsið samfara kílóunum. Magnoli er sakaður um að tilheyra 'ndrangheta mafíunni í Calabria á Ítalíu.

Magnoli, sem er 27 ára að aldri, hefur verið á flótta undan réttvísinni í rúmt ár. Hann gekkst undir skurðaðgerð í gær þar sem fita var fjarlægð af kviði hans og lærum hjá lýtalækni á Ítalíu. Er þetta önnur aðgerðin sem hann fer í hjá sama lýtalækni á nokkrum mánuðum. 

Þegar hann vaknaði eftir aðgerðina stóð lögregluþjónn við rúmið og handtók hann á staðnum. Lögreglumaðurinn hafði dulbúist sem fjölskylduvinur er hann mætti á lækningastofuna vopnaður blómum og súkkulaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var Magnoli handtekinn samkvæmt handtökuskipun frá frönsku lögreglunni. Er hann grunaður um fíkniefnasmygl. Magnoli, sem er fæddur í Cannes í Frakklandi, er talinn tengjast Piromalli glæpagenginu sem er hluti af 'ndrangheta mafíunni. 'ndrangheta er með höfuðstöðvar í Calabria á Ítalíu og er talin stýra kókaín innflutningi og á öðrum eiturlyfjum á milli Suður-Ameríku og Vestur-Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir