Ætla að mótmæla á Íslandi

Þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey í kuldanum í Moskvu …
Þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey í kuldanum í Moskvu í dag. AP

Tvær konur, sem eru félagar í dýraverndarsamtökunum PETA, stóðu í dag fáklæddar í kuldanum í miðborg Moskvu vildu með því leggja áherslu á baráttu samtakanna gegn loðdýrarækt. Sögðust konurnar vera á leið til Finnlands og Íslands þar sem þær ætla að mótmæla með sínum hætti.

„Elskið okkur, ekki klæðast okkur," stóð á spjöldunum sem þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey skýldu nekt sinni með í Moskvu í dag. 

Þær viðurkenndu að þeim væri svolítið kalt, „en það er ekkert miðað við það sem dýrin þurfa að þola. Þau eru í búrum í öllum veðrum. Á sumrin er hræðilega heitt og þeim líður illa í þrengslunum. Á veturna þurfa þau að þola aðstæður eins og þessar," sagði Lauren. 

Lisa er frá Kalíforníu og Lauren er frá Ástralía en á báðum þeim stöðum er nú sumarhiti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson