Sjötug frumbyrja á Indlandi

mbl.is/Kristinn

Læknir á Indlandi hefur greint frá því að sjötug kona hafi fætt barn í Haryana-ríki þar í landi, sem getið var með tæknifrjóvgun. Sé þetta rétt er um að ræða elstu konu sem vitað er til að fætt hafi sitt fyrsta barn.

Önnur sjötug kona fæddi tvíbura á Indlandi í júlí á þessu ári og 66 ára spænsk kona fæddi tvíbura árið 2006. Læknirinn segir konuna Rajo Devi hafa fætt stúlkubarn þann 28. nóvember og að stúlkan sé hennar fyrsta barn.

Hún hefur verið gift manni sínum Bala Ram í fimmtíu ár og hefur þeim ekki orðið barna auðið fyrr en nú. Ram giftist einnig systur Devi eftir tíu ára barnlaust hjónaband þeirra en systurinni varð heldur ekki barna auðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson