Rekin vegna ummæla á Facebook

Kimberley Swann.
Kimberley Swann.

Kimberley Swann fannst leiðinlegt í nýju vinnunni sinni og ákvað að segja frá því á Facebook. Það vildi ekki betur en svo að yfirmenn hennar komust að því og ráku hana.

Swann, sem er 16 ára, segist ekki hafa nefnt fyrirtækið með nafni og var í heildina ánægð með starfið. „Þeir voru bara að hnýsast, skoðuðu allt. Mér finnst þetta sorglegt, það lítur illa út fyrir þá að vera svona smámunasamir.“

Að sögn yfirmannsins Steve Ivell skrifaði Swann athugasemd um starf sitt og bauð samstarfsmönnum sínum að lesa hana. „Hefði hún hengt plakat upp á upplýsingatöfluna í vinnunni með sömu athugasemd og boðið öðrum að lesa hefði málinu lyktað á nákvæmlega sama veg,“ segir hann. „Þessi óvirðing og óánægja grafa undan vinnu hennar og það er ekki hægt að verja gjörðir hennar. Við töldum að það væri best fyrir Swann að vinna frekar fyrir fyrirtæki sem hentar væntingum hennar betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson