Hyggst smíða nýtt Titanic

Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.

Finnski kaupsýslumaðurinn Toivo Sukari hyggst byggja eftirlíkingu af breska farþegaskipinu Titanic í fullri stærð á þurru landi til að
laða ferðamenn að verslunarmiðstöð sem hann ætar að reisa í þorpi í norðanverðu Finnlandi.

Kaupsýslumaðurinn segir að eftirlíkingin verði 269 metra löng, 28
metra breið og gert sé ráð fyrir því að í henni verði hótel og veitingahús.

„Allir í Evrópu þekkja Titanic. Það eru engir staðir sem draga að ferðamenn á Oulu-svæðinu og ég tel að skipið myndi laða að erlenda ferðamenn,“ sagði kaupsýslumaðurinn.

Sukari rekur húsgagnaverslanakeðju sem nefnist Masku og hefur reist stóra verslunarmiðstöð nálægt Tampere í sunnanverðu Finnlandi. Hann hyggst reisa aðra verslunarmiðstöð í þorpinu Kiiminki í Norður-Finnlandi og ætlar að hafa eftirlíkinguna þar.  Hann áætlar að smíðin kosti 40 millljónir evra, sem svarar um sex milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson